Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Ekið var á unga stúlku á reiðhjóli við gangbraut í Garðabæ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi haft nóg að gera í nótt miðað við dagbók lögreglunnar.

Meðal annars var ekið á unga stúlku á reiðhjóli við gangbraut í Garðabæ á sjöunda tímanum í gær. Ökumaður hafði stöðvað fyrir stúlku en tók ekki eftir því að önnur kom aðvífandi og keyrði af stað með fyrrgreindum afleiðingum.
Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku, en samkvæmt upplýsingum lögreglu gat stúlkan gengið óstudd. Hún var hinsvegar með höfuðverk og fann til í öðrum fætinum.

Bíll klessti á bensíndælur á Atlantsolíu á Sprengisandi. Engan sakaði, en þurfti dráttarbíl til að fjarlægja bæði bifreiðina og bensíndæluna.

Þá þurfti íbúi í miðbæ Reykjavíkur að kalla eftir aðstoð lögreglu eftir að hafa fundið ókunnugan mann sofandi í íbúð sinni í nótt.
Maðurinn var afar ölvaður og lá sofandi, fáklæddur í sófa í íbúðinni. Vísaði lögreglan ringluðum manninum út, sem virtist hvorki gera sér grein fyrir hvar hann væri staddur, né hvernig hann hafi komist þangað.

Tilkynnt var um tvö rafskútuslys. Í öðru þeirra var ung kona á ferð í miðbænum, en hún missti meðvitund í skamma stund og var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.

Alls voru 130 mál bókuð hjá lögreglunni og voru mörg þeirra vegna hávaða í heimahúsi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -