- Auglýsing -
Töluvert tjón varð í Súðavíkurhöfn er óveðrið gekk þar yfir 28. september síðastliðinn. Auk þess skemmdist bátur frá Iceland Sea Angling allnokkuð er síða brotnaði.
Fram kemur á fréttavefnum Bæjarins besta, bb.is, að Bragi Þór Thoroddsson, sveitastjóri Súðavíkurhrepps, teldi tjónið neam um 15 til 20 milljónir en það sé lauslega áætlað.
Sjá má á myndum bb.is að flotabryggjan hefur skemmst og brotnað frá landi í foráttuverðinu.
Bragi var ekki tilbúinn að meta frekar mat á skemmdirnar í samtali við bb.is en sagði það myndi skýrast fljótlega.