Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Leikskólanum Efstahjalla í Kópavogi lokað vegna myglu: Foreldrar og starfsmenn áhyggjufullir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að loka hús­næði leik­skól­ans Efsta­hjalla í Kópa­vogi frá og með morg­un­deg­in­um, og er það vegna myglu og raka­skemmda sem komið hafa í ljós í skól­an­um.

Í tilkynningu frá skólanum segir að „starf­semi skól­ans fell­ur niður í tvo daga meðan unnið er að end­ur­skipu­lagn­ingu. Þegar hef­ur verið haf­ist handa við að út­vega starf­sem­inni annað hús­næði.“

90 börn dvelja í leik­skól­an­um og er hann fimm deilda. Ekki er vitað til þess að börn eða starfs­menn hafi veikst vegna mygl­unn­ar.

Mikil óvissa ríkir um hvenær skólinn komist í bráðabirgðarhúsnæði og eru foreldrar og forráðamenn barnanna þar áhyggjufull sem og starfsmenn skólans.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -