Rósinkrans Már Konráðsson hefur verið týndur síðan 25. september síðastliðinn eftir að hann féll af sæþotu í Kalmarssundi, undan strönd Borgholm á Öland í Svíþjóð.
Samkvæmt frétt DV.is eru vinir og fjölskylda Rósinkrans orðin vonlítil vegna tímast sem liðinn er síðan hann féll í sjóinn. Rósinkrans hefur búið og starfað í Svíþjóð ásamt unnustu sinni og þremur sonum.
Í frétt DV er vitnað í æskuvin Rósinkrans, Má Valþórsson, „Við vorum góðir vinir og bjuggum tímabundið hjá þeim í Svíþjóð. Við höfum þekkst í 33 ár og gerðum allt fyrir hvor annan.“ Samkvæmt Má hefur lítil hjálp fengist frá yfirvöldum í Svíþjóð en að samtökin Missing People hafi aðstoðað fjölskyldu og vinum Rósinkrans.
Á miðvikudaginn fyrir bráðum viku síðan, ræddi DV við Víði Víðsson, frænda Rósinkrans. Víðir hafði tekið þátt í leitinni í tvo daga ásamt kafara og leitarflokki. „Við erum í kringum 15 manns, bara ættingjar og vinir,“ sagði Víðir og bætti við að leitarskilyrðin væru ekki góðar, hvassviðri og erfitt veður á sjó. „Við erum bara gamlir sjósleðamenn og krossarar sem fóru út á Jet-skiin sín og erum að þræða svæðið í leita að okkar týnda félaga,“ sagði Víðir aukinheldur.