Samkvæmt síðu kolefnisreiknir.is kemur fram að kolefnisspor landsmanna fari verulega yfir markmið Parísarsamkomulagsins, en Kolefnisspor íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO₂ ígilda á ári.
Neysludrifið kolefnisspor hins almenna íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO₂ ígilda á ári, en þyrfti nú þegar að vera um 4 tonn CO₂ ígilda til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsamkomulagsins.
Parísarsamkomulagið er samþykkt gerð innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem fæst við útblástur gróðurhúsalofttegunda frá og með árinu 2020.
Um 40% alls útblásturs gróðurhúsalofttegunda í heiminu er að mestu frá tveimur löndum, Bandaríkjunum og Kína, sem bæði fullgiltu samninginn 3. september 2016. Bandaríkin drógu þátttöku sína hins vegar til baka með yfirlýsingu Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta 1. júní 2017, en gerðust svo aftur aðilar að samkomulaginu eftir að Joe Biden tók við af Trump sem forseti þann 20. janúar 2021.
Markmið samkomulagsins er að stöðva aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og ná að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Samkomulagið gerir ráð fyrir að aðildarríki meti stöðu sína á 5 ára fresti. Fyrsta matið á að fara fram árið 2023.
Nú getur þú reiknað kolefnissporið þitt fyrir síðastliðna 12 mánuði og fengið upplýsingar um hvað þú getur gert til að minnka það á síðu kolefnisreiknisins.