„Í dag er 1 mánuður síðan lögregluskýrslunni minni var lekið. Þetta hefur verið lengsti mánuður lífs míns þannig happy anniversary eða eitthvað,“ segir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir á twitter.
Hér er Þórhildur að vitna í það þegar Sigurður G. Guðjónsson lögmaður komst yfir lögregluskýrslur um ofbeldismál Kolbeins Sigþórssonar og deildi á fésbókarsíðu sinni.
Í lögregluskýrslunni kom meðal annars fram að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefði orðið fyrir ofbeldi árið 2017 af hálfu Kolbeins, fótboltamanns. Lögregluskýrslan, sem var birt á samfélagsmiðlum hafði að geyma persónulegar upplýsingar Þórhildar sem og upplýsingar um peningagreiðslu sem Kolbeinn greiddi þolendum.
Þórhildur fær mikinn stuðning við twitter færslunni sinni í dag, en Ólöf Tara segir að hún standi með Þórhildi og að hún sé naglinn hennar.
Fjölmargir aðrir senda henni baráttukveðjur og tekur Hekla undir þessi orð og segir; „ég þekki þig ekki, en dáist að þér, sársaukinn líður hjá, en hugrekki þitt er varanlegt og hefur mögnuð margföldunaráhrif sem gerir heiminn betri.“