Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Tvö ný mótmælaverk L&Ó og Töfrateymisins risin í Hafnarfirði: „Við eigum nýja stjórnarskrá!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvenn ný mótmælaverk hafa verið sett upp í Hafnarfirði og ekki enn verið tekin niður. Á verkunum eru slagorð er varða nýja stjórnarskrá Íslands.

Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson standa fyrir verkunum í samstarfi við Töfrateymið. Fyrr á árinu var sagt frá því í Mannlífi að verk eftir þau hafi verið tekið niður að beiðni Sjálfstæðiskonunnar Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Verkið hékk utan á menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg og kallaði eftir nýrri stjórnarskrá. Annað verkanna stendur fyrir ofan undirgöng við Sólvangsveg en hitt er við braggarústunum við enda Herjólfsgötunnar.

Sjá einnig: Meiri ritskoðun í Hafnarfirði en Kúbu – Sjálfstæðiskona lét fjarlæga listaverk

Þau Libia Castro og Ólafur Ólafsson voru valin myndlistarmenn ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum 25. febrúar á þessu ári. Töfrateymið er hópur ólíkra tónskálda, innlendra og erlendra, tónlistarfólks, samtaka, aðgerðarsinna og almennra borgara. Sjá nánar hér.

Nú verður spennandi að sjá hversu lengi þessi verk fá að vera uppi en þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem listaverk tengt nýrri stjórnarskrá yrði ritskoðað af yfirvöldum. Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld háþrýstiþvoðu vegglistaverk þar sem stóð: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ á sínum tíma en endaði sú ritskoðun í Áramótaskaupinu.

Annað verkið.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson
Ljósmynd: Ólafur Ólafsson
Undirskrift Töfrateymisins
Ljósmynd: Ólafur Ólafsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -