Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Gísli Marteinn öskureiður í miðborginni: „Þetta er í alvöru gjörsamlega óþolandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður virðist vera mjög pirraður yfir framkvæmdunum í miðbænum og segir í twitter færslu sinni: „þetta er í alvöru gjörsamlega óþolandi.“

Reykjavíkurborg hefur verið í miklum framkvæmdum síðustu árin og er fólk farið að finna til mikillar þreytu, en erfitt hefur verið að komast leiðar sinnar á vissum svæðum í borginni.

Gísli talar þar um að þetta sé svona allsstaðar við framkvæmdir: Litluhlíð, Bústaðavegsbrúnna, stúdentagarðana, Neshaga og spyr: hvað er málið? Hvers vegna eru ekki alvöru hjáleiðir?

Samsett mynd

Gísli vísar til færslu Aðalheiðar, þar sem að hún segist líka vera orðin mjög þreytt á þessum framkvæmdum: „Ég sé engin merki um tilganginn með þessum farartálma á reiðhjólafólk og gangandi vegfarendur. Af hverju fæ ég aldrei að komast leiðar minnar. “

Fólk skrifar undir þessa færslu og segist almennt vera sammála.

- Auglýsing -

Ómar segist: „hafa sent í sumar skilaboð á Vancouverborg þar sem göngustígar voru lokaðir báðu megin vegna nýbygginga við eitt stræti. Komið í lag svona 2 dögum seinna. Þetta er hægt!“

Á næstu misserum eru fyrirhugaðar enn fleiri og stærri framkvæmdir og verður forvitnilegt að sjá hvernig Reykjavíkurborg mun tækla samspilið á milli framkvæmdanna og borgarbúa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -