Nýverið var samþykkt í bæjarráði að stórauka þjónustu Strætó við Urriðaholt – hverfi þar sem barnafjölskyldum fjölgar mjög hratt.
Strætó gengur nú allan daginn eins og almennt á höfuðborgarsvæðinu.
Oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, er afar ánægð með niðurstöðuna, en langt er síðan hún og lagði til þessar samgöngubætur:
„Það hefur tekið sjálfstæðismenn undir forystu Gunnars Einarssonar tvö ár að samþykkja tillögu mína og láta af afturhaldssemi sinni um bættar samgöngur við íbúa,“ sagði Sara og bætti við: „Garðabæjarlistinn fagnar þeirri ákvörðun að stórauka skuli þjónustu við íbúa Urriðaholts með aukinni tíðni strætóferða til og frá hverfi líkt og við í Garðabæjarlistanum höfum ítrekað talað fyrir og lagt til. Aukin þjónusta mun ekki síst hafa mikil áhrif á þjónustu við börn og ungmenni sem við fögnum mjög.“