Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Jóhannes fékk fimm ára dóm fyrir nauðganir: Býður nuddþjónusu sína í Svíþjóð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, eða Stjörnunuddarinn, hóf nýlega starfsemi í Svíþjóð. Jóhannes hlaut fimm ára dóm í ársbyrjun fyrir fjórar nauðganir en býður hann nú upp á nudd í Svíþjóð. Hann hefur auglýst þá þjónustu sem hann býður upp á en hefur Aftonbladet fjallað um málið.
Þá hafði Jóhannes komið fram í myndbandi á Instagramreikningi Kimmos life þar sem hann útskýrir þjónustu sína og segist draga það besta og versta úr fólki.
„Nú verð ég hér með vini mínum Kimmo, og við ætlum að meðhöndla til að láta þér líða betur. Við eigum lausa tíma, svo komdu og hittu mig. Kannski get ég hjálpað,’’ segir Jóhannes í myndbandinu sem hefur verið eytt.

Í september ræddi DV við Ragnhildi Eik Árnadóttur sem er ein þeirra sem kærði Jóhannes. Þá sagðist hún hafa fundið fyrir mikilli vanlíðan vitandi að Jóhannes væri nú að bjóða þjónustu sína í Svíþjóð.

„Ég var bæði reið og hrædd og í mikilli geðshræringu,“ sagði Ragnhildur í viðtalinu.
„Tilhugsunin um að hann sé mættur til annars lands þar sem enginn þekkir til andstyggilegrar sögu hans, þar sem hann getur óheft og án eftirlits brotið á nýjum skjólstæðingum, vekur gífurlegan óhug hjá mér.“

Í frétt Aftonbladet kemur fram að ítrekað hafi verið reynt að ná tali af Jóhannesi en það hafi ekki tekist. Þá séu vísbendingar um að hann sé farinn af landinu og kominn aftur til Íslands.

Áfrýjun fimm ára fangelsisdóms Jóhannesar er á dagskrá í Landsrétti í  október, en áfrýjaði Jóhannes dómnum og neitar öllum ásökunum. Vísbendingar eru um að Jóhannes hafi snúið aftur til Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -