Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Gummi fékk samt ekkert að drekka á leiðinni, enda látinn og brenndur og kominn í krukku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir er ötul við að skrifa pistla á Facebooksíðu sinni. Þar skrifar hún um lífið á Tenerife, hvar hún er búsett, en einnig hvað sem er annað sem á dagana drífur og flýgur í gegnum hugann.

Í tengslum við andlát Guðna Más Henningssonar vinar hennar, sem lést á Tenerife í fyrradag, rifjar hún upp sögu af eftirmálum þess þegar annar kær vinur lést á eyjunni fyrir um það bil tveimur árum síðan. Sagan er um það þegar ekkja mannsins ferðaðist með ösku hans til Íslands.

Sagan er sögð í glettnum stíl Önnu.

„Inga, konan hans Gumma heitins hefur sagt mér frá því þegar hún fór til Íslands með ösku eiginmannsins í krukku, að þegar hún var sest í sætið sitt í flugvélinni með krukkuna með ösku Gumma við hlið sér, kom flugfreyja til hennar og vildi að hún setti krukkuna undir sætið fyrir framan sig.

Inga hélt nú ekki og tilkynnti flugfreyjunni að hún ætlaði sko ekki að troða eiginmanni sínum undir sætið hvað þá í farangurshólfið fyrir ofan sig. Flugfreyjunni varð brugðið við og fór frammí vélina.

Svo kom yfirflugfreyjan til Ingu og bað hana að fylgja sér frameftir. Hún hlýddi enda löghlýðin manneskja.

- Auglýsing -

Henni var vísað beint á SagaClass með hann Gumma sinn og fékk að sitja þar óáreitt með alla þá þjónustu sem farþegum á SagaClass býðst á leiðinni til Íslands.

Gummi fékk samt ekkert að drekka á leiðinni, enda látinn og brenndur og kominn í krukku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -