Píratinn Lenya Rún Taha Karim, sem í stutta stund var yngsti þingmaður Íslandssögunnar en datt svo af þingi eftir endurtalningu, birti í gær á Twitter, hatursfull skilaboð sem henni barst.
Segist Lenya ekki nenna lengur að „hylma yfir rasistum.“ Bætir hún við hún skuldi engum neitt. „Ætla að opinbera öll skilaboðin sem ég fæ undir nafni, skulda engum neitt.“
Undir fyrirsögninni Nafngreinum rasistana 2×21 birtir Lenya skjáskoti af ógeðfelldum skilaboðum frá manni sem virðist ósáttur við að hún sé í pólitík. Lenya hefur áður sagt frá kynþáttafordómum sem hún hefur lent í en foreldrar hennar eru Kúrdar en hún er fædd og uppalin á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá ógeðfelldu skilaboðin sem henni barst.
Ég vona svo innilega að þú komist aldrei á þing litla útlenska heimska tvítuga rusl. ÍSLAND FYRIR ÍSLENGAAAAAAAA. Við þurfum ekki óhreint útlenskt blóð á þingið útlenskt skítugt blóð.
Sjá einnig: Lenya Rún fengið ótal nafnlaus fordóma skilaboð: „Ég er minnt á að ég sé brúnni en margir“