Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi alþingismaður Miðflokksins, vill að fyrri tölur í Norðvesturkjördæmi standi og hann fái þannig þingsæti sitt aftur. Hann bendir á að frá því fyrri talningu lauk hafi kjörnefndarmaður verið einn með kjörgögnin og enginn annar til frásagnar þar.
Stöðugt fleiri hallast að því að einungis séu tveir möguleikar í stöðunni. Annar er sá að kosið verði aftur en hinn að fyrri talningin standi. Hið augljósa er að ef lögbrotið með talninguna hefur haft áhrif þá mun glæpurinn hafa átt sér stað eftir að fyrri talningu lauk. Karl Gauti gæti því verið að hreppa þingsætið sitt aftur eða allavega að fá tækifæri með nýjum kosningum sem þá munu setja hringekjuna aftr af stað og hugsanlega riðla öllum úrslitum …