Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Bogi í vanda vegna brottreksturs Ólafar Helgu: Verkalýðsfélög segja Icelandair stríð á hendur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brottrekstur Ólafar Helgu Adolfs­dóttur frá Icelandair er orðinn að stórmáli fyrir félagið og gæti orðið afdrifaríkt. Ólöf, sem er einstæð móðir, var trúnaðarmaður hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli og hafði þurft að fást við erfið starfsmannamál þegar hún var óvænt rekin. Stjórnendur Icelandair hafa reynst tvísaga um aðdraganda og ástæður þess að Ólöf var rekin úr starfi. Nú er staðan sú að fjárfestar í Icelandair eru undir þrýstingi um að axla samfélagslega ábyrgð og snúa baki við félaginu. Þá eru verkalýðshreyfingin að safna vopnum sínum gegn flugfélaginu.

Athyglisvert er að Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins hefur ekkert viljað segja um málið sem er orðið grafalvarlegt fyrir almenningshlutafélagið. Forstjórinn hefur látið Ás­dísi Ýr Péturs­dóttur, upp­lýsinga­full­trúa Icelandair, senda staðlað svar um að félagið tjái sig ekki um mál einstakra starfsmanna. Þar kemur fram að fyrir­tækið hafi farið eftir lögum og kjara­samningum sem einnig eigi við um lög sem kveða um vernd trúnaðar­manna. félagsins. Nánast öll verkalýðshreyfingin er ósammála þessu mati stjórnenda Icelandair.

Öll spjót standa nú á Boga Nils Bogasyni vegna brottreksturs trúnaðarmannsins.

Sólveig Anna Jóns­dóttir for­maður Eflingar, er einn margra verkalýðsleiðtoga sem fordæma uppsögn trúnaðarmannins.  Hún upplýsti Fréttablaðið um að stéttar­fé­lagið væri á fullu að undirbúa næstu skref í málinu.

Ólöfu var sagt upp störfum í ágúst síðast­liðinn en hún var trúnaðar­maður hl­að­deildar Icelandair. Hún sagðist í Kvöldviðtali Mannlífs ekkert botna í brottrekstrinum.

Ég hef ekki fengið neinar almennilegar ástæður fyrir uppsögninni

„Ég var búin að vera trúnaðarmaður í rúm þrjú ár og undanfarna mánuði hafði ég verið að vinna í ákveðnum málum fyrir hlaðdeildina, bæði varðandi breytingu á vaktaplani og svo færslu á ákveðnu starfi sem snýr að þjónustu við hreyfihamlaða farþega. Í rauninni var ég í sumarfríi þegar ég fékk símtal frá yfirmanninum mínum um að ég ætti von á uppsagnarbréfi. Ég fékk svo uppsagnarbréfið í hendurnar fimm dögum seinna. Ég hef ekki fengið neinar almennilegar ástæður fyrir uppsögninni nema að stöðvarstjórinn nefndi í símtalinu við mig að um trúnaðarbrest væri að ræða og tilkynnti svo samstarfsfólki mínu að mér hafi verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests“.

Ljóst er að stjórnendur Icelandair verða að bregða skjótt við til að ná stjórn á krísunni sem félagið glímir við vegna brottreksturs Ólafar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -