Vinir og fjölskylda Rósinkrans Más Konráðssonar hafa nú hrundið af stað söfnun til að koma Rósinkrans heim til Íslans og halda jarðarför. Rósinkrans skilur eftir sig ólétta konu og þrjú börn.
Rósinkrans fannst látinn í Köpingsvík á Ölandi á miðvikudaginn síðastliðinn en hans hafði verið leitað síðan 25. september eftir að vitni sá hann falla af sæþotu. Að lokum fundu kafarar hann fyrir tilviljun í köfunarleiðangri um svæðið.
Sjá einnig: Rósinkrans fannst látinn í Svíþjóð
„Engin á að þurfa að jarða manninn sinn eða ungan föður sinn eftir jafn dramtískan dánardag eins og hann Rósi og hans fjölskylda upplifðu,“ skrifar Þóra Birgisdóttir, vinkona fjölskyldunnar í færslu á Facebook-síðu sinni.
Þóra, ásamt fleirum nánum vinum og ættingjum, hefur sem sagt ákveðið að hefja söfnun fyrir fjölskyldunni svo hægt sé að koma Rósmundi til landsins og jarða hann við hliðina á föður sínum.
Hægt er að hjálpa fjölskyldunni með því að leggja inn á styrktarreikning.
Reikningsnúmer: 0153-26-047233
Kennitala: 170485-2469