Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Carmen gegn Jóni Baldvini: „Hann fór í klofið á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Carmen Jóhannsdóttir, bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni. Carmen kærði Jón Baldvin fyrir kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað árið 2018. Ráðherrann fyrrverandi mætti einnig fyrir dóminn og bar vitni.

Jón Baldvin er sagður í ákærunni, hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega í matarboði á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar Scram, eiginkonu hans, á Spáni í júní 2018, ásamt móður sinni, systur og annarri konu. Jón Baldvin er sagður hafa strokið rassi hennar utanklæða upp og niður.

DV segir að fram hafi komið í morgun að borðhaldið hafi verið nýbyrjað og Carmen verið að hella í glös allra við borðið. „Þá byrjar Jón Baldvin að strjúka á mér rassinn, mjög ákaft,“ sagði hún „þetta hafi verið „einu sinni, upp og niður.“

Sagðist Carmen hafa verið í kjól og henni hafi brugðið mikið. Eftir þetta hafi hún sest niður og spurði þá móðir hennar, Laufey Ósk Arnórsdóttir, hvað væri að. Sagðist Carmen hafa verið orðlausa en að móðir hennar hafi snúið sér að Jóni Balvini og krafist afsökunar. „Hún horfði svo á Jón Baldvin og sagði: Ég sá hvað þú gerðir. Biddu dóttur mína afsökunar,“ sagði Carmen fyrir réttinum í morgun.

Eftir þetta segist Carmen hafa farið á neðri hæð hússins og hringt í fyrrverandi kærasta sinn til að fá ráð, hvað hún skyldi gera næst því hún væri miður sín. Hann ráðlagði hana að yfirgefa húsið sem og hún gerði ásamt systur sinni. Segir hún að þær systur hafi ekki verið komnar lengra en 200 metra frá húsinu þegar þær heyrðu óp og læti koma frá húsinu. Var þá Bryndís að reyna að sannfæra móðurina um að fara ekki í flýti heldur vera áfram og ræða málin. „Jón Baldvin stendur þarna, kallar og æpir og segir að ef við förum við með þetta í fjölmiðla þá lögsæki hann okkur, mig og móður mína,“ sagði Carmen.

Aðspurð um líðan sína á þessu augnabliki sagðist Carmen hafa fundist sem verið væri að nota vald sitt gegn henni.

- Auglýsing -

Samkvæmt Carmeni var þetta mikið sjokk fyrir hana, hún hafi varla trúið því sem gerst hafði. Bryndís hafi svo sent þeim tölvupóst um nóttina þar sem hún baðst afsökunar en seinna hafi svo borist annar póstur frá Bryndísi þar sem hún sagðist vilja slíta öllum samskiptum við þær. „Mér leið ömurlega í marga mánuði,“ sagði Carmen. „Það sem olli mér mestri vanlíðan er að geta ekkert gert, vita ekki hvað ég ætti að gera eða hvern ég ætti að tala við.“ Þegar ákæruvaldið bað hana um að lýsa því sem Jón Baldvin gerði henni sagði hún að strokan hafi staðið stutt yfir en að hann hafi ekki verið að flýta sér. „Hann fór í klofið á mér.“

Jón Baldvin harðneitaði fyrir rétti í dag að hafa áreitt Carmen kynferðislega. „Gerðist eitthvað saknæmt á þessari mínútu? Svarið við því er nei. Það er stutt öflugum vitnum,“ sagði hann. „Ég sver þess dýran eið að það sem sagt er að gerðist, það gerðist ekki.“
Vildi Jón Baldvin meina að ástæðurnar fyrir því að Laufey, móðir Carmenar, hafi heimtað afsökunarbeiðnina, væri annað hvort sú að Laufey hefði drukkið áfengi ofan í lyf sem hún mátti ekki gera og að „hún hafi umhverfst“ vegna þessa. Hin ástæðan sagði Jón Baldvin geta verið þá að þær mæðgur hafi ekki komið í matarboð af góðum vilja, heldur hafi verið um að ræða tilraun til að setja ákveðna atburðarás á svið. Talaði hann um að árásir hafi komið fram gegn sér í tengslum við #meetoo byltinguna en að margar frásagnirnar verið gamlar og að þær sem voru í forsvari fyrir byltingunni hafi þurft nýrri sögur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -