Kötturinn Diego er enginn venjulegur köttur en ferðast hann um reglulega um Skeifuna og sníkir klapp. Facebook síðan: Spottaði Diego hefur verið gerð í þeim tilgangi að fólk geti sett inn myndir af Diego þegar það rekst á hann.
Rúmlega fimm þúsund manns eru í Facebook hópnum.
Diego er gæfur og situr oft fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Þar væsir ekki um hann en fólk færir honum oft á tíðum hið ýmsa góðgæti úr Hagkaup, allt frá kattamat til pylsubita.
Nýjasta færsla síðunnar Spottaði Diego er frá Gunna, en spottaði hann Diego fyrir utan A4.
„Diego ósáttur við opnunartíma A4,“ skrifar Gunni við myndina, en þar má sjá Diego sitja fyrir utan búðina, klukkan hálf 10 um morguninn.
Þá hefur fólk spurt hvort Diego eigi heimili þar sem hann er ólarlaus.
Ólarleysi kisa er ekki vegna þess að hann eigi hvergi heima, heldur rífur hann af sér allar ólar. Diego býr í Gerðunum og tekur því ágætis göngu reglulega um Skeifuna.
Vinsældir Diegos virðast færast í aukana með hverjum göngutúr en er hann einstaklega gæfur og fallegur köttur.
Þá skrifar Hallgerður á Facebook síðunni að Diego eigi bæði „heimili, eiganda og Skeifuna.“ Með góðum undirtektum fólks.
Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með ævintýrum Diegos á Facebook síðunni hér að ofan.