Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Dularfullt þjófnaðarmál í íþróttahúsi í Smárahverfi: Sími hins rænda kom upp um athæfið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um miðnætti í gærkvöldi mætti lögreglan á bílastæði við Verslunarmiðstöð. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna konu sem stödd var á bílastæðinu. Konan var virkilega illa áttuð og ofurölvi. Konan gat sagt lögreglu heimilisfang sit tog var hún keyrð heim til sín í kjölfarið.

Þá barst lögreglunni tilkynning um þjófnað í gærkvöldi. Þá hafði fingralangi aðilinn stolið úr læstum skáp búningsaðstöðu íþróttahúss í Smárahverfi. Aðilinn hafði tekið allt sem hafði verið í skápnum, fatnað síma og fleira.
Samkvæmt staðsetningu símans var hann enn í íþróttahúsinu. Þá varið gripið til þeirra ráða að bíða eftir að gestir höfðu yfirgefið húsið. Að lokum fannst síminn og fatnaðurinn í öðrum skáp, en þjófurinn hafði læst munina þar inni.

Lögreglunni barst tilkynning um umferðaróhapp rétt eftir kukkan tíu í gærkvöldi. Hafði bílstjóri misst stjórn á bílnum og ekið út af veginum. Umferðaróhappið átti sér stað á Heiðmerkurvegi. Sem betur fer varð eingum meint af. Krókur mætti á svæðið til þess að draga bílinn aftur upp á veginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -