RÚV sendi fyrirspurn til kynferðisbrotadeildar og í skriflegu svari við staðfestir Ævar Pálmi að ný gögn hafi komið fram; gögn sem urðu til þess að málið var tekið aftur til rannsóknar. Hann vildi þó ekkert segja til um hvaða gögn það eru.
Rannsókn á máli Arons Einars hófst að nýju í september að beiðni brotaþola; Stuttu áður hafði Aron Einar gefið út yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja ræða við lögreglu; að fá að gefa skýrslu um málið en Aron Einar sver af sér allar ásakanir.
Lögregla veitir ekki upplýsingar að svo stöddu um hvort skýrsla hafi verið tekin af Aroni eða einhverjum öðrum vegna þessa máls, en komið hefur fram að annar – ónafngreindur – fyrrum landsliðsmaður sé einnig undir smásjá lögreglu.