Lögreglunni barst tilkynning um hálf sex í gærdag vegna karlmanns. Hann hafði þá áreitt börn sem stödd voru á íþróttaæfingu. Maðurinn sem um ræðir hafði gert slíkt hið sama deginum áður en var hann farinn þegar lögreglu bar að garði.
Ungur piltur sem reyndi að komast inn á menntaskólaball ógnaði lögreglu. Pilturinn var undir áhrifum áfengis. Lögregla svipti hann frelsinu og ók með hann á lögreglustöð þar sem foreldrar hans sóttu hann.
Lögregla stöðvaði þrjá ökumenn er voru allir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Einn þeirra verður einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna, vopnalagabrot og að hafa ekið án ökuréttinda.
Þjófur var gómaður við stuld í matvöruverslun. Málið var afgreitt í verslun.