Ingi Tryggvason segir að honum líði ágætlega og hugsi ekkert um endurtalninguna.
Rannsókn lögreglu á endurtalningu sem fór fram í Norðvesturkjördæmi eftir kosningar er lokið.
Málið er nú komið til ákærusviðs og hafa allir meðlimir í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis réttarstöðu sakbornings í kæru Karls Gauta.
Um er að ræða endurtalningu sem fór fram morguninn eftir að lokatölur höfðu verið gefnar út vegna síðustu kosninga.
Þá hefur Ingi viðurkennt að hafa ekki farið eftir lögum og reglum er varða frágang á kjörkössum og seðlum við talninguna.
Endurtalning varð til þess að frambjóðendur duttu út af þingi eftir að hafa fagnað sigri í nokkrar klukkustundir.
Þá sagði Ingi í samtali við Vísi að hann ætlaði ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Málið sé úr hans höndum.