Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Eldur og vatn í Borgarholtsskóla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Töluvert vatn hafði borist um tvær hæðir Borgarholtsskóla í Grafarvogi í gær út frá vatnsúðarakerfi skólans, þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom þangað í útkall í gærkvöldi.

Í ljós kom að eldur hafði kviknað í ofni í hannyrðastofu og sett úðarakerfi skólans í gang, sem slökkti eldinn. Sömuleiðis var brunaviðvörunarkerfi skólans í gangi.

Slökkvilið var tæpar tvær klukkustundir að hreinsa húsnæðið af vatni og reykjarslæðu.

Í tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kemur einnig fram að farið hafi verið í fjögur útköll á dælubílum síðasta sólarhringinn og 82 sjúkraflutninga.

Slökkviliðið tekur fram að Covid-faraldrinum sé ekki lokið, en 11 flutningum tengdum sjúkdómnum var sinnt í gær.

Tilkynningunni fylgir ný mynd frá æfingu og þjálfun slökkviliðsins, „sem við reynum að gera sem mest af svo við séum klárir í öll verkefni,“ segir í tilkynningu slökkviliðsins.

- Auglýsing -

Myndir frá æfingu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -