„Ástæðuna fyrir þessum furðulegu fordómum Íslendinga gegn hundum má víst rekja til sullaveikinnar.“
Svo segir Jón Gnarr á Twitter í dag. Jón er mikill hundavinur og á sjálfur hundinn Klaka. Klaki er af tegundinni White Shepherd, en það er hvítt afbrigði tegundarinnar German Shepherd, sem er nokkuð vel þekkt hér á landi.
Jóni hugnast ekki framkoma Íslendinga og viðmót stofnana í garð hunda, en hér á landi eru almennt séð meiri hömlur á hundahaldi en til dæmis víða í Evrópu.
Fá nágrannalönd okkar hafa jafnmörg boð og bönn um það hvert má koma með þennan besta vin mannsins.
Nú virðist Jón Gnarr hafa fundið frumskýringu á því.
Hann heldur áfram:
„Hundum var ranglega kennt um hana [sullaveikina] og útrýmt og víða bannaðir þó að raunveruleg ástæða hafi verið okkar eigin lífshættir og aðallega sóðaskapur.“
View this post on Instagram
Sean nokkur bendir á það í svari sínu við tísti Jóns að það sama megi segja um rottur. Þeim hafi verið kennt um pláguna. Þar á hann líklega við svarta dauða, en rottum hefur raunar verið kennt um ótal faraldra.
Sean segir að í ljós hafi komið að faraldurinn var ekki rottunum að kenna, heldur flóm og lúsum – sníkjudýrum sem herjuðu á mannfólkið.
Guðný er þó ekki sammála Jóni í nálgun sinni.
„Þetta er einfaldlega ekki alveg rétt hjá þér kæri Jón.
Fækkun hunda var eingöngu liður í að útrýma bandormasýkingum í mönnum og húsdýrum sem var mikið vandamál hér fyrr á öldum.
Ormarnir lifðu í hundum og með okkar eigin sóðaskap (sem enn fyrirfinnst) þá komust egg ormanna úr saur/feld/kjafti hundanna yfir í mannfólk/búfé.
Ekki voru til virk bandormalyf á þessum tíma til að hreinsa hundana. Það þurfti margt að koma til.
Aðgerðir sem voru algerlega þess virði!“ segir Guðný.