- Auglýsing -
Það var heilmikið umstang í tilefni af opinberri heimsókn Friðriks Danaprins til Íslands, sem heppnaðist vel, enda prinsinn í góðri gæslu.
Á meðal þeirra sem að sjálfsögðu stóðu vaktina voru þessir vösku lögreglumenn, sem hreinlega umkringdu bíl þess danska.
Friðrik stoppaði á landinu í sólarhring og fór allvíða.
Myndin með greininni var tekin þegar lögreglumenn höfðu fylgt honum að Hellisheiðarvirkjun.