- Auglýsing -
Lögreglunni barst tilkynning klukkan níu í gærkvöldi um karlmann sem var ofurölvi. Maðurinn, sem staddur var í hverfi 108, var handtekinn en hann var í annarlegu ástandi.
Lögreglan fór með manninn niður á lögreglustöð þar sem hann gisti á bak við lás og slá. Ekki náðist að finna heimili mannsins.
Klukkan hálf ellefu mætti lögregla í verslun í hverfi 108. Þar hafði kona gerst sek um að stela vörum fyrir rúmlega tuttugu þúsund krónur. Málið var afgreitt á staðnum og skýrsla gerð á vettvangi.