Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Hjón benda á okur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna: „Þarna er svo greinilegt peningaplokk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlífi barst ábending frá hjónum sem segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við Lífeyrissjóð verzlunarmanna. Þar ætluðu þau að sækja um að sameina áunnin réttindi sín í lífeyrissjóðnum, eins og þau hafa rétt á að gera, en komust að því hversu mikið er okrað á viðskiptavinum í málum sem þessum. Þau eru hvergi nær sátt.

„Ég var að sækja um að sameina áunnin réttindi okkar í lífeyrissjóð. Það þarf að sækja um heilbrigðisvottorð og hjúskaparsöguvottorð. Við höfum verið gift síðan 1983 og ég taldi að við gætum sótt saman um söguvottorðið.

Nei takk – við þurfum sitt hvort og hvort vottorð kostar 9.750 krónur. Í vottorðum og læknisheimsókn er þetta búið að kosta okkur yfir 20.000 krónur og þá er eftir að sækja um þetta. Ætli það kosti ekki eitthvað líka.

Þarna er svo greinilegt peningaplokk,“ segir annað hjónanna í samtali við Mannlíf, en þau vilja ekki láta nafna sinna getið.

Á heimsíðu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir:

„Heimilt er að skipta áunnum ellilífeyrisréttindum milli hjóna eða sambúðarfólks áður en taka ellilífeyris hefst, en þó eigi síðar en fyrir 65 ára aldur, og ef sjúkdómar eða heilsufar draga ekki úr lífslíkum.

- Auglýsing -

Því þurfa bæði hjónin eða sambúðaraðilar að óska eftir yfirlýsingu heimilislæknis um heilsufar, þ.e. að læknirinn telji að sjóðfélaginn sé ekki haldinn neinum þeim sjúkdómum eða kvillum sem líklegir séu til að draga úr lífslíkum hans.“

Heimsókn til heimilislæknis og yfirlýsing hans er því það eina sem tilgreint er sem gæti svarað kostnaði, undir flipanum „nánari upplýsingar um skiptingu áunninna réttinda“ á síðunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -