- Auglýsing -
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona tjáir sig um kannabisnotkun Stefáns Karls Stefánssonar, eiginmanns hennar, sem lést úr krabbameini fyrir þremur árum:
„Ég vil nota tækifærið og þakka þeim kannabisræktendum sem færðu Stefáni Karli lyfið Kannabis til að lina þjáningar hans og bæta vellíðan í veikindum hans,“ skrifar Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni og bætir við:
„Kannabis er lystaraukandi og ógleðistillandi sem er mikilvægt fyrir marga krabbameinssjúklinga. Fyrir utan að á stundum færði lyfið honum hjartastyrkjandi hlátursköst sem er ekki síður hollt.“
Og bætir við:
„Ég er ekki að segja að kannabis sé fyrir alla en löggjafinn og dómsvaldið er í ruglinu.“