Föstudagur 29. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Stefán lýsir spillingu bæjarstjórans og Húsavík logar: „Beitir sér óspart í samkeppni frænda sinna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hörkuátök  geisa á Húsavík vegna framgöngu Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra á Húsavík, gagnvart hvalaskoðunarfyrirtækinu Gentle Giants. Aðaleigandi fyrirtækisins, Stefán Guðmundsson, segir bæjarstjórann hafa beitt sér gegn fyrirtækinu og í þágu samkeppnisaðila. Harðorð færsla hans á Facebook um bæjarstjórann í fyrradag vakti gríðarlega athygli.

„Allt stjórnlaust undir hans forystu og allt í steik. Vinir og kunningjar ráðnir á jötuna…jafnvel án auglýsinga. Beitir sér óspart í samkeppni frænda sinna og samstarfsfélaga gegn keppinautum – vanhæfur međ öllu. Óheiðarlegur,“ segir í færslu Stefáns.

Stefán Guðmundsson, aðaleigandi Gentle Giants.

Óhætt er að segja að um fátt annað var rætt á Húsavík í gærdag. Fólk skiptist í tvær fylkingar í málinu. Sumir töldu Stefán hafa gengið of langt í ummælum sínum um spillinguna í bænum, en aðrir voru honum sammála. Stefán skrifaði aðra færslu í gærkvöld þar sem hann fjallaði um viðbrögðin.

„Aðeins meira um skoðun mína á bæjarstjóranum frá í gærkvöldi. Dagurinn í kjölfarið hefur um margt verið áhugaverður. Lygilegur fjöldi skilaboða með undirtektum og frekari upplýsingum. Svo eru nokkur skilaboð frá mannvitsbrekkum sem bera sig aumlega … yfir minni skoðun á minni síðu og þá helst tímasetningunni. Enn fremur hafa auðvitað fylgt comment frá aðilum sem skammast yfir hreinskiptninni. Sömu aðilar hafa fasta viðkomu á helstu kjafta-búllum staðarins og telja ekki eftir sér að spinna upp hálfkveðnar vísur og dreifa öðrum með kunnuglegum endi. Jafnvel halda úti lokaðri FB kjaftasíðu um menn og málefni,“ skrifar Stefán.

Hann fékk meðal annars skammir fyrir að setja færsluna inn á sama tíma og bæjarstjórinn væri í veikindaleyfi um ófyrirsjáanlegan tíma. Stefán segir að tímasetningin á sinni skoðun hafi verið algjör tilviljun. Hann hafi ekki haft minnstu hugmynd um hvernig þetta gæti mögulega verið röng tímasetning.

En ef hann á um sárt að binda í sínu einkalífi og veikindaleyfi – þá óska ég honum alls hins besta

 

- Auglýsing -

„Enda býsna fjölbreytt að því er virðist á hvaða forsendum starfsmenn stjórnlauss stjórnsýsluhússins fara í svokallað veikindaleyfi undanfarnar vikur á fullum launum eftir því sem mér skilst best og mánuðum saman…og gjarnan tengt svokallaðri „kulnun“ í starfi. En eru um leið hoppandi og skoppandi út um allar koppagrundir á okkar kostnað. Svo er hitt. Sumir virðđast ekki geta skilið á milli pólitíkur og einkamála. Hafa ekkert endilega greind eða vilja til þess. Þá verður gjarnan til hrærigrautur skrítinna tilfinninga og skoðanaskipta. Skoðun mín á bæjarstjóra og hans framgöngu undanfarin ár er óbreytt. Meira síðar. En ef hann á um sárt að binda í sínu einkalífi og veikindaleyfi – þá óska ég honum alls hins besta og góðs bata. Dreg þar skýra línu,“ segir Stefán.

Ekki hefur náðst í Kristján Þór Magnússon sveitarstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -