Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins: „Hæð og þyngd hafa áhrif á áhættuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á vef Krabbameinsfélagsins er vísað í íslenska vísindagrein sem birtist í American Journal of Epidemiology um áhrif vaxtarhraða á unglingsárunum á áhættuna að greinast með krabbamein í brjóstum og í blöðruhálskirtli síðar á ævinni.

Greinin er hluti af doktorsritgerð Álfheiðar Haraldsdóttur í lýðheilsuvísindum, en doktorsverkefni hennar fjallaði aðallega um tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins. Notuð voru gögn frá Hjartavernd og Krabbameinsskrá fyrir þessa rannsókn. Meðhöfundar Álfheiðar eru meðal annars Laufey Tryggvadóttir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir, en þær starfa allar þrjár hjá Rannsókna– og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins.

Vöxtur á unglingsárum 
Aðalniðurstöður rannsóknarinnar voru að hraður vöxtur á unglingsárum jók áhættuna á brjóstakrabbameini borið saman við þær sem uxu hægar á sama tímabili. Átti þetta einkum við um stúlkur sem voru undir meðalhæð og þyngd um 13 ára aldurinn. Fyrir unglingsdrengi mátti hins vegar sjá að hraður vöxtur á unglingsárum virtist draga úr áhættu á að greinast með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli.

Álfheiður segir: „að þessar niðurstöður benda fyrst og fremst á mikilvægi umhverfisins, eins og til dæmis lífshátta, sem áhættuþátta brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbameins. Fjöldi erlendra rannsókna hefur sýnt fram á að bæði og hæð og þyngd geta haft áhrif á áhættuna.

 

Hér má lesa greinina í heild sinni.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -