Systir bæjarstjóra Hafnar í Hornarfirði var ráðin framkvæmdarstjóri HSU úr fimm manna hópi umsækjenda árið 2018. Bæjarstjórinn vék af bæjarstjórnarfundinum áður en ráðið var í stöðuna.
Fram kom í frétt Mannlífs um helgina að viðmælendur miðilsins könnuðust ekki við að staða framkvæmdarstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, HSU, hafi verið auglýst 2018 þegar nýr framkvæmdarstjóri var ráðinn. Það stenst ekki skoðun en alls sóttu sjö um stöðuna til að byrja með en tveir drógu sig til baka.
Í hópi þeirra sem sóttu um var að finna hjúkrunarfræðing, ráðgjafa, sérfræðing og framkvæmdarstjóra. Sú sem ráðin var til starfsins var framkvæmdarstjóri búsetuúrræðis. Virðist ráðningin hafa verið fagleg þar sem bæjarstjórinn vék af bæjarstjórnarfundinum þegar ráðningin fór fram en það gerði einnig forseti bæjarstjórnarinnar, sem einnig átti systur í hópi umsækjenda. Capacent sá um að leggja faglegt mat á ráðninguna og mælti með systur bæjarstjórans.
Systir bæjarstjórans hefur verið í fréttum undanfarið en á fimmudaginn sem leið féll dómur í máli gegn henni þar sem hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 450.000 króna miskabóta vegna kynferðislegs áreitis. Þolandinn í málinu hrökklaðist úr starfi hjá sveitarfélaginu í kjölfar málsins og hefur ekki komið til Hafnar síðan.
Sjá einnig: Hraktist frá Höfn eftir kynferðislega áreitni – „Fór þangað um miðja nótt til að sækja dótið sitt“