Rúv greindi frá því í dag að þrír hafi verið handteknir eftir líkamsárás í Reykjavík, aðfaranótt laugardags. Hinir handteknu voru vopnaðir exi og kúbeini en brotaþolinn var með áverka á höfði eftir barsmíðar. Ekki var hann talinn í lífshættu en var engu að síður fluttur á slysadeilt til aðhlynningar. Einn árásarmannanna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvember.
Í samtali við Rúv segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, lögregluna telja sig hafa rétta árásaraðila í haldi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en hefur ekki gefið út frekari upplýsingar enn sem komið er.