- Auglýsing -
Móðir Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, Karen Jenny Heiðarsdóttir, segir í samtali við Stundina að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, hafi leitað eftir sáttum við hana og föður Þórhildar.
Þórhildur Gyða er konan sem lagði fram kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu.
Karen segir að hún „hafi furðað sig á því þar sem lögreglurannsókn var enn í gangi. Það vakti furðu okkar að formaður KSÍ hafi rætt við okkur um möguleika á sáttum.“
Að mati Karenar sýnir þetta að aðkoma KSÍ og formanni þess að sáttarferlinu var meiri en áður hefur komið fram.
Í samtali við Stundina taldi Guðni Bergsson ekki óeðlilegt að hann hafi leitað sátta og að hann vilji almennt ekki tjá sig um málið; tók þó fram að honum hafi fundist aðkoma sín á þessum tímapunkti hafa verið eðlileg.
„Mér finnst ekki óeðlilegt að það hafi borið á góma í þessu samtali.“