Enn hefur ekkert spurst til Telmu Lífar eftir að hún gekk út af spítalanum Villajosa í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson,faðir Telmu sagði í samtali við Mannlíf að þau væru nú að leita á Benidorm. Telma hafði nýlega flutt til Benidorm og fengið þar vinnu.
„Við erum að ganga eftir ströndinni, endilega sendið tilkynningar,“ sagði Ingi Karl, faðir Telmu, í samtali við Mannlíf nú upp úr klukkan tíu.
Þá hvatti hann fjölmiðla einnig til þess að ýta á erlenda blaðamenn að fjalla um málið.
„Hún þarf bara að finnast“.
Ingi sagði að hann hafi rætt við Telmu í síma kvöldinu áður.
,,Við vorum að spjalla saman um kvöldið, vorum að tala um að það væri æði að hún ætlaði að eyða hrekkjavökunni heima hjá okkur uppi í Callosa,’’ sagði faðir Telmu.
Fólk sem staðsett er á Spáni er beðið um að hafa augun opin. Þá er það beðið um að hafa samstundis samband við lögregluna hafi það upplýsingar um Telmu.