Þann 10. desember árið 2005 var Unnur Birna Vilhjálmsdóttir kjörin ungfrú heimur. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur þriðja íslenska stúlkan sem hlaut titilinn. Áður hafði Hólmfríður Karlsdóttir hreppt titilinn árið 1985 og fjórum árum síðar Linda Pétursdóttir.
Árið 2005 tóku 100 stúlkur þátt í keppninni Miss World. Ungfrú Mexíkó hafnaði í öðru sæti og ungfrú Púertó Ríkó í því þriðja.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff sendu Unni heillaskeyti í tilefni sigursins en hljóðaði það svo:
„Við óskum þér til hamingju með glæsilegan árangur. Þú ert landi og þjóð til sóma. Heillaóskir til fjölskyldunnar“.
Unnur Birna hafði fyrr sama árið verið kjörin ungfrú Ísland og hélt því út til Kína í framhaldi af því. Hún hafði hafið nám í lögfræði þegar hún hreppti titilinn og sagði hún að sigurinn hafi komið henni nokkuð á óvart.
Unnur ákvað að taka sér árs frí frá náminu eftir að hún varð Ungfrú Heimur og eyddi næsta ári mest megnis í London.
Auk þess ferðaðist hún til annarra landa til þess að sinna hinum ýmsu verkefnum sem lögð voru fyrir hana.
Unnur varð fræg á einni nóttu. Hefur hún þá haft orð á því að athyglin sem hún fékk á svo skömmum tíma hafi í raun verið galin. Einnig sagðist hún þakklát fyrir að sigurinn hafi ekki breytt stefnu hennar í lífinu, bæði í námi og starfi en í dag er Unnur Birna lögmaður.
Þegar Unnur Birna var krýnd Ungfrú Heimur hófst samstarf og skrifað er undir ráðningarsamning. Þá hélt hún ótal margar ræður og viðtöl, auk þess þurfti hún að uppfylla kröfur sem “ímyndin’’ af Ungfrú Heimi var.
Unnur var orðin þreytt á titlinum undir lokin og krýndi hún næstu stúlku í september 2006. Hún hafði þá fengið sig fullsadda af öllu því sem fylgdi því að vera fegurðardrottning, meðal annars fordómum sem fólk hafði fegurðadrottningar
Sagði hún að fólk hefði ef til vill þá hugmynd að ekki gæti kona í hennar stöðu verið með mikið vit í kollinum, titillinn hafi þó verið hlutverk sem hún tók sér fyrir hendur.
Titlinum hafi fylgt mörg góð tækifæri en líka gallar eins og til dæmis kjaftasögurnar sem hún þurfti oft á tíðum að blása á.
Unnur Birna starfar í dag sem lögmaður. Hún er gift, á tvö börn og eina stjúpdóttur auk þess er hún mikil hestamanneskja.
Ljóst er að Ungfrú heimur 2005 er svo sannarlega ekki “bara’’ fegurðardrotting.