- Auglýsing -
Hinn frábæri söngvari Valdimar Guðmundsson heldur tónleika ásamt samnefndri hljómsveit sinni í Bæjarbíói í kvöld.
Hann fékk afar skemmtilegt og jákvætt símtal og segist svo frá:
„Ég elska þegar fólk er næs. Rétt í þessu hringdi 87 ára gömul kona í mig.
Hún þakkaði mér kærlega fyrir músíkina og sagðist hlakka svo til að mæta á tónleika hjá okkur í Valdimar í kvöld í Bæjarbíói og bað um óskalag og allt,“ segir Valdimar í færslu sinni á samfélagsmiðli, og er hæstánægður með lífið og tilveruna.