Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-2.3 C
Reykjavik

Bæjarbúar brjálaðir út í bæjarstjórn Hafnar: „Leit svo á að ekki væri tilefni til frekari aðgerða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir hefur hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem yfirlýsing bæjarstjórnar Hafnar í Hornafirði, sem birt var í gær, er fordæmd.

Snéri yfirlýsing að fréttaflutningi, meðal annars Mannlífs, af ráðningamálum sveitarfélagsins sem og viðbrögðum bæjarstjórnarinnar við ásökunum um kynferðisbrot starfsmanns sveitarfélagsins. Gerandinn er systir sveitarstjórans.

Nú þegar hafa hátt í 50 manns skrifað undir fordæminguna.

„Við undirritaðir íbúar og velunnarar sveitafélags Hornafjarðar fordæmum yfirlýsingu bæjarstjórnar og aðgerðarleysi í kjölfar máls er varðar fyrrum starfsfólk sveitarfélagsins.

Það er með öllu óskiljanlegt, að árið 2021, sé stuðningur við þolanda í yfirlýsingu frá bæjaryfirvöldum enginn og krefjumst við þess að verkferlar verði endurskoðaðir.

Við styðjum við bak þolanda.

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu bæjarstjórnarinnar sem birtist í gær, færir stjórnin rök fyrir því að systir sveitastjórans hafi verið ráðin í stjórnunarstöðu hjá sveitarfélaginu. Er meðal annar sagt að staðan hafi verið auglýst og hafi alls 5 manns sótt um stöðuna. Þá hafi komið í ljós að fjölskyldutengsl voru á milli eins umsækjandans og sveitastjórans og því hafi staðgengill hans tekið að sér ráðningaferlið.

Einnig er komið inn á lögreglurannsókn og dómsmáls tveggja fyrrverandi starfsmanna sveitarfélagsins. Gerandinn, sem er títtrædd systir sveitastjórans braut kynferðislega á konu á hótelherbergi í Reykjavík er þær voru báðar í vinnutengdri ferð á vegum Sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni kemur fram að sveitarstjórinn hafi látið staðgengil sinn sjá um samskipti varðandi málið, þegar það kom upp í apríl 2019. Þá hafi þolandinn verið búinn að segja upp en átt eftir að vinna upp uppsagnarfrestinn. Hafi þolandinn fengið að vinna hann upp í fjarvinnu að eigin beiðni. Ekki þótti bæjarstjórninni þörf á að víkja gerandanum frá störfum á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. „Þá tekur sveitarfélagið fram að fyrst þegar tilkynnt var um málið kom í ljós að ágreiningur var um málsatvik. Því var hafin rannsókn hjá lögreglu til að freista þess að leiða í ljós hvað hefði gerst. Í ljósi þess að brotaþoli var ekki undirmaður umrædds stjórnanda, starfaði ekki með honum dags daglega, hafði þegar sagt starfi sínu lausu og fengið vilyrði fyrir að vinna uppsagnarfrest sinn í fjarvinnu, leit sveitarfélagið svo á að ekki væri tilefni til frekari aðgerða af hálfu þess meðan á rannsókn lögreglu stæði.“

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: Yfirlýsing vegna umræðu í tengslum við dómsmál

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -