Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Lára: „Skurðlæknar gerðu nýlega tilraun þar sem þeir tengdu nýra úr svíni við heiladauða manneskju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lára G. Sigurðardóttir ritar áhugaverðan pistil í dag og þar segir meðal annars:

„Það eru líffæri sem við getum ekki lifað án, því þau losa okkur við óæskileg efni, umframvökva, stjórna sýrustigi og framleiða ýmis lífsnauðsynleg hormón. Innri tilfinningaólga er tengd við þau í Gamla testamentinu og sagt er að þar fæðist vanmáttur okkar.“

Hún bætir við að „því miður geta þau bilað hægt og hljóðlega, þannig að erfitt getur verið að grípa inn í tímanlega. Stundum er bilunin tilkomin vegna fæðingargalla eða annars sjúkdóms, en alltof oft er sukki og svínaríi um að kenna. Þegar í óefni er komið er stundum eina lífsbjörgin gjafalíffæri, en því miður er eftirspurn langtum meiri en framboð.“

Lára nefnir að „í viðleitni til að mæta líffæraskorti framkvæmdu skurðlæknar í New York nýlega tilraun þar sem þeir tengdu nýra úr svíni við heiladauða manneskju. Til að minnka líkur á líffærahöfnun hafði svínsnýranu verið genabreytt. Undraverðum árangri var lýst þar sem svínsnýrað tók um leið til starfa eins og hjálparsveitarmaður en venjulega tekur nokkra daga fyrir gjafanýra að komast í gang.“

Lára segir að „tilraunin vakti bjartsýni um betri tíð. Í framtíðinni gætum við sótt líffæravarahluti í svínin, þó dýraverndunarsinnar bendi á að það sé siðlaust að rækta svín í slíkum tilgangi. Svín eigi margt líkt með manninum. Þau eru greind og miklar félagsverur. Þau kúra og snúa nefum hvert að öðru.

Viss óhugur læðist að manni því eftir sem framfarir aukast, því fjær færumst við náttúrunni. Okkur er eðlislægt að verja bróðurpartinum af lífinu í slökun, borða fæði beint úr náttúrunni, bera okkur eftir björginni og sofa vel. Aftur á móti býður nútíminn upp á stress, ruslfæði, svefnleysi, ofdrykkju og sófalíf. Það er svínaríið sem oft eyðileggur nýrun og nú á að leysa með svínavarahlutum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -