Frambjóðendur til sveitarstjórna eru óðum að koma sér í startholurnar fyrir slaginn í vetur og vor. Óvissa er í Reykjavík um það hvað Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hyggst gera. Hins vegar liggur fyrir að hans helsti andstæðingur, Eyþór Arnalds, mun gefa kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna. Hins vegar er talið að Hildur Björnsdóttir borgarfulltrui muni skora leiðtoga sinn á hólm og ásælist efsta sætið á listanum. Hún hefur ekkert gefið út opinberlega um málið en flestir eru vissir um að hugur hennar standi til efstu metorða innan borgarstjórnar. Eyþór mun aftur á móti vera fastur fyrir og er vanur að takast á við mótframboð ….