Ingimar Elíasson leikstjóri hjá Quasar Productions og einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr, dóttir hins eina og sanna Jóns Gnarrs, greindu frá því á Facebook að þau væru trúlofuð.
Parið byrjaði saman árið 2018 og því hefur sambandið fengið að þróast og nú ákváðu þau að opinbera.
Margrét Edda er þekkt fitness-drottning; keppt á mótum um víða veröld og notið mikillar velgengni og þá er Ingimar að gera góða hluti í kvikmyndabransanum.
Margrét Edda hefur verið opinská um veikindi sín, en hún glímdi lengi við átröskun, sem var svo alvarleg að hún hélt hún gæti ekki orðið barnshafandi.
Góðir hlutir gerðust þó og í fyrra eignuðust þau saman soninn, Elías Dag, en fyrir átti Ingimar barn.