Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir segja starfsmenn vera orðna þreytta á Covid, en ekki síður þreytta að fá pinna í nefið.
Allir starfsmenn Slökkviliðsins gangast undir Covid próf í hið minnsta einu sinni í viku.
Þá kemur fram að 26 sjúkraflutningar tengdir Covid-19 hafi verið farnar í gær og hafa þær ekki verið svo margar síðan þann 27.ágúst síðastliðin.
„Við, eins og margar aðrar stéttir, höfum sett lífið okkar svolítið á bið þar sem að við höfum ekki geta leyft okkur allt sem okkur langar til. Það gerum við að virðingu við starfsemina sem fer hér fram, vinnufélaga, skjólstæðinga og aðra,“ segir í færslunni á Facebook síðu Slökkviliðsins, þeir segja faraldrinum hvergi nærri lokið.
Eru nú 873 smitaðir í einangrun og 1.696 í sóttkví.
Þrettán liggja á sjúkrahúsi og þar af eru fjórir á gjörgæslu. Einn maður lést í gær. Hann hafði verið með Covid en ekki liggur fyrir hvort það var raunveruleg dánarorsök.