Mánudagur 20. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Bæjarstjórn Hafnar braut lög og er sökuð um skjalafals: „Allir synir mínir grétu á aðfangadag jóla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjarstjórn Hafnar í Horfnafirði braut jafnréttislög árið 2019 er hún réði konu í starf umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Þá virðist sem átt hafi verið við gögn Capecent sem sá um að leggja mat á umsækjendur.

Maðurinn, sem telur á sér brotið, vill ekki láta nafn síns getið. Hann telur að bæjarstjórn Hafnar í Hornafirði hafi brotið illa á sér, bæði með því að ráða manneskju sem ekki uppfyllti allar kröfur sem settar voru fram við auglýsingu á stöðugildinu, heldur einnig þegar hann sóttist eftir svörum frá sveitastjóra Hornafjarðar, Matthildi Ásmundsdóttur.

„Ástæðan fyrir því að ég hafði samband við ykkur er sú að ég sá í frétt frá ykkur varðandi aðra ráðningu hjá sveitarfélaginu og fannst það ankannalegt því í því máli færa þau rök fyrir því með því að benda á mat Capacent en í mínu máli tóku þau ekki mark á Capacent,“ sagði maðurinn í samtali við Mannlíf en hann er byggingafræðingur með um 10 ára starfsreynslu í stjórnunarstöðu.

Sjá einnig: Bæjarbúar brjálaðir út í bæjarstjórn Hafnar: „Leit svo á að ekki væri tilefni til frekari aðgerða“

Mannlíf hefur undir höndum gögn er snúa að málinu en þar virðist meðal annars sem átt hafi verið við gögn er tengdust mati á umsækjendum en Capacent sá um það mat. Maðurinn bað um að fá að sjá einkunnargjöf umsækjenda sem Capacent sá um en mátti bíða í þrjár vikur eftir svari. Í svarinu mátti sjá að sú sem ráðin var, skoraði talsvert hærra en téður maður en það fannst honum ótrúverðugt enda var hægt að sjá að skjalinu hafi síðast verið breytt daginn sem hann fékk það sent. Þá var einnig hægt að sjá að konan sem ráðin var, var sögð uppfylla kröfu um menntum sem hún uppfyllti í raun ekki. Hún var ekki búin að ljúka náminu. Í rökstuðningnum sem fylgdi skjalinu og sagt hafa farið fyrir bæjarráð, er hvergi minnst á einkunnargjöf umsækjenda. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni um að fá að sjá öll gögn málsins, fékk hann það ekki í gegn fyrr en lögfræðingur hans hafði samband við sveitarfélagið. Þar sér hann að með rökstuðningnum sem fór fyrir bæjarráðið á fundi um ráðninguna, fylgdi einkunnargjöf þar sem hún skorar lægra en hann og að Capacent telji hann hæfari. „Síðan er farið að vinna meira í málinu, eftir þann fund.“

Í gögnunum má sjá að í fyrsta einkunnaskjalið frá Capacent sýndi að hann skoraði mun hærra en konan sem ráðin var. Það einkunnarskjal og áfangaskýrsla Capacent um þá tvo umsækjendur sem boðaðir voru í viðtal, voru sýnd á fundinum þar sem ákveðið var að ráða konuna í starfið. Kemur það einnig fram í skýrslunni, að ekki sé hægt að horfa framhjá því að annar umsækjandinn uppfyllti skilyrði 7. greinar skipulagsmála en ekki hinn. „Eftir að búið var að taka saman öll gögn þótti ljóst að aðeins annar aðilinn, X (karlmaðurinn sem um ræðir), uppfyllir skilyrði 7. greinar skipulagsmála. Þar sem sá þáttur er skilyrði mælumst við til þess að gengið verði ekki fram hjá þeim hæfnisþætti.“ Því er ljóst að bæjarstjórnin réði manneskju í stöðuna sem ekki uppfyllir þessar kröfur.

- Auglýsing -
Efri umsækjandinn er sá sem ekki var ráðinn
Neðri umsækjandinn er sú sem var ráðin

Í næsta einkunnarskjali sem hann fékk sent, mátti sjá að konan hækkaði í einkunn er snéri að menntun hennar, úr 0 og upp í 2 (af 4 mögulegum). Í þriðja skjalinu, því sem hann fékk upphaflega, var búið að breyta einkunn hennar úr 0 í 4. „Ég er ekki löglærður maður en ég tel þetta bara vera skjalafals,“ sagði maðurinn við Mannlíf.

Sú sem ráðin var er fyrir ofan þann sem ekki var ráðinn. Hér sést að búið er að breyta tölu er snýr að námi hennar.
Hér má sjá að búið er að breyta tölunni hjá þeirri sem var ráðin í 4 er snýr að námi hennar. Hún er sýnd fyrir ofan þann sem ekki var ráðinn.

Segir hann einnig að bæjarstjórnin hafi virt að vettugi ósk sína um að nafn hans yrði ekki birt opinberlega, fengi hann ekki starfið, því það kæmi sér illa fyrir hann þar sem hann starfi nú hjá öðru sveitarfélagi og sé ánægður í starfi. Starfsmaður Capacent hafði fullyrt við hann að nafn hans myndi ekki birtast. Önnur varð sem sagt raunin.

Maðurinn segir að þetta mál allt hafi verið afar þungbært fyrir fjölskylduna.

- Auglýsing -

„Sem dæmi um þann sársauka sem þetta hefur valdið okkur get ég nefnt að allir synir mínir grétu á aðfangadag jóla 2019. Mér hafði orðið það á að segja að þar sem þessi umsókn mín hefði ekki gengið eftir sæi ég ekki fram á annað en við myndum flytja frá Höfn. þeir grétu því yfir að þetta yrðu seinustu jól þeirra á þessu heimili. Einn sonur minn spurði mig til hvers maður stundar nám ef maður fær svo ekki starf við það sem maður lærði?“

Maðurinn vann á þessum árum á Egilsstöðum en ók heim til sín um helgar en býr nú aftur á Höfn. „Þetta hafði mikil áhrif á heilsu mína, á margan hátt og ég er enn að vinna í því. Þetta er geysimikil höfnun. Ég hef einu sinni neyðst til að fara inn í ráðhúsið eftir þetta því ég varð að sækja mér sorpkort en ég vil það helst ekki. Þetta eru fyrrverandi vinnufélagar og mér líður bara eins og ég hafi orðið fyrir líkamsárás og ég eigi von á annarri.“

Hafði hann sem sagt unnið hjá Sveitarfélaginu Hornafirði í sambærilegri stöðu í fimm og hálft ár. „Það hefur enginn hjá sveitarfélaginu sýnt neina iðrun eða beðist afsökunar og svo virðist sem þeim finnist bara þetta sé bara hin rétta leið, að ég þurfi að leita til lögfræðinga og dómstóla til að sækja bætur vegna skaðans sem þau ollu mér.“

Eins og áður segir úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að brotið hefði verið á manninum en samkvæmt rökstuðningi bæjarstjórnarinnar, fyrir ráðningunni, var horft til jafnréttissjónarmiða. Þar stóð:

„Verulega hallar á konur í störfum á skipulags- og tæknisviði sveitarfélagsins en í dag er þar aðeins ein kona starfandi.“ Ekki virðist bæjarstjórnin hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í öðrum ráðningum sveitarfélagsins en ekki einn einasti karlmaður gegnir stjórnunarstöðu hjá sveitarfélaginu.

Maðurinn hefur nú höfðað skaðabótamál gegn bæjarstjórninni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -