Leikarinn og tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson og leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru byrjuð saman.
Bæði eru Júlí og Þórdís mikið leik- og tónlistarfólk; Þórdís er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands; fer með hlutverk Dídíar mannabarns í leikritinu Benedikt Búálfur sem sýnt er á Akureyri núna. Og ekki nóg með það – hún er líka í hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum.
Júlí er einnig með BA-gráðu, í leiklist frá Listaháskóla Íslands sem og MA-gráðu í menningarmiðlun frá Háskóla Íslands; vinnur sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Arion banka og gaf nýlega út lagið Ástin heldur vöku.
Þetta fallega og glansandi par, Júlí og Þórdís, þekktust vel áður en þau urðu par; voru saman í bekk í leiklistarnáminu í Listaháskólanum; hafa verið vinir lengi, en nú hefur vináttan umbreyst í tæra ást..
Þessmá geta að parið fallega lék saman í leikritinu Vorið vaknar hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrra.
Bæði eiga þau Júlí og Þórdís son úr fyrri samböndum.