Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Eyrún: „Hollusta mjólkar umdeild“ – Gagnrýnt að stórfyrirtæki fái slíkan aðgang að börnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Árlega stendur Mjólkursamsalan fyrir teiknisamkeppni fyrir fjórðubekkinga í grunnskólum landsins í tilefni alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Gagnrýni hefur verið upp hjá foreldrum að stórfyrirtæki fái slíkan aðgang að börnum og jafnframt að haldið sé að börnunum fullyrðingar um hollustu mjólkur sem þykja úreltar.

Mjólk er umdeild
Í þó nokkrum grunnskólum landsins eru börn fengin til að taka þátt í samkeppninni. En það þykir skjóta skökku við þar sem sumum finnst hollustugildi mjólkurvara vera umdeilt.

Nemendur velja sjálfir myndefni en er þeim sagt að það megi gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði.

Eyrún Gísladóttir, móðir og grænkeri, segir við fréttamann RÚV hvað henni finnst sérkennilegt í ljósi þess hversu margir þoli illa neyslu mjólkurvara, að hamrað sé á því að hún sé okkur holl. Málið er sérstakt frá sjónarhóli sístækkandi hóps grænkera.

„Við mannfólkið erum einu dýrin sem neytum mjólkurvara frá öðru dýri. Það er ekkert annað dýr sem fær sér á spena frá dýri af annarri tegund,“ segir Eyrún.

Gagnrýnin snýr einnig að því að stórfyrirtæki reyni að auka sýnileika sinn í gegnum grunnskólabörn. Þar er meðal annars vísað í lög um viðskiptahætti þar sem kveður á um að óréttmætt sé að láta í auglýsingu felast beina hvatningu til barna um að kaupa auglýsta vöru eða telja foreldra þeirra eða aðra fullorðna á að kaupa hana.

„Mér finnst þetta náttúrulega bara brenglað, að stórfyrirtæki getið komið inn í skólana og verið með næstum því áróður um mjólkurvörur. Þetta eru uppáþrengjandi viðskiptahættir,“ segir Eyrún í samtali við RÚV.

- Auglýsing -

Hægt er að lesa fréttina á RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -