Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Eiður Smári: Eini Íslendingurinn sem spilað hefur með stórliði Barcelona

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baksýnisspegillinn í dag fjallar að þessu sinni um Eið Smára Guðjohnsen en er hann einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér, ef ekki sá besti.

Eins og mörgum er kunnugt er Eiður í dag þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, en þar spila tveir synir hans.

Eiður hóf ferilinn utan landsteinanna með varaliði Bolton árið 1998. Fékk hann svo tækifæri á að spila með aðalliðinu ári síðar og kom til með að eiga þar frábært tímabil. Eiður vakti athygli og eftir að hafa skorað 18 mörk fyrir Bolton voru mörg lið á eftir íslendingnum.

Þá fékk hann tilboð frá Chelsea sem hann gat ekki hafnað og færði sig yfir í þeirra.

Hófst þá gríðar gott samspil á milli hans og Jimmy Floyd Hasselbaink. Hafa þá margir talið þá félaga vera bestu framherja Chelsea frá upphafi en skoraði Eiður 23 mörk og hjálpaði Jimmy að skora 27 í viðbót.

Eiður átti yfir 60 stoðsendingar og 54 mörk á þeim sex árum sem hann spilaði með liðinu. Var Eiður sagður hafa einstaklega góða yfirsýn og knatttækni á vellinum sem kom til með að fleyta honum til Spánar.

- Auglýsing -

Þann 14. júní árið 2006 skrifaði Eiður undir fjögurra ára samning við Barcelona. Ekki er vitað hvað leikmaðurinn hafi kostað liðið en talið er að upphæðin hafi verið í kring um 12 milljónir punda.

Fyrstu tvö árin hjá Barcelona stóð Eiður sig frábærlega í framlínunni. Árið 2008 fékk hann heldur lítið að spreyta sig innan vallarins en hafði þá nýr þjálfari tekið við liðinu, sá frægi þjálfari Guardiola.

Eiður hóf þá að spila á miðjunni sem tengiliður og stóð sig vel í þeirri stöðu. Í byrjun ársins 2010 tók þjálfari Barcelona ákvörðun um að Eiður mætti leita sér að nýju liði þar sem hann væri ekki lengur í hans plönum með Barcelona. Kvaddi hann spænska liðið eftir 113 leiki og 19 mörk.

- Auglýsing -

Mörg lið vildu fá Eið til sín eftir að hann fór á sölulista enda um frábæran leikmann að ræða.

Eiður gerði tveggja ára samning við AS Monaco í Frakklandi, en stoppaði aðeins stutt þar sem hann fór til Tottenham Hotspur á Englandi. Þaðan fór Eiður til Stoke City og til Bolton Wanderers.

Eiður þjálfar nú Íslenska karlalandsliðið í fótbolta með prýði eftir glæsilegan feril sinn.  Þar eru margir efnilegir leikmenn, meðal annars tveir af sonum hanss, Andri og Sveinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -