Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Jófríður vill afsökunarbeiðni frá Kveik: „Þetta er ekkert annað en barnagirnd.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur var sýndur á RÚV á þriðjudagskvöld skrifaði Jófríður Ísdís Skaftadóttir eftirfarandi færslu á Twitter:

„Ég var 16 ára og hann 36 ára, hann notfærði sér það. Hann vissi hvað ég var gömul. Hann reyndi að followa mig á insta um daginn mörgum árum seinna, ældi næstum upp í mig. Fer svo að grenja í viðtali og lætur eins og kjáni og fórnarlamb. Dreptu mig ekki #kveikur.“

Segir hann aldrei hafa beðist afsökunar

Í samtali við Fréttablaðið segir Jófríður Þóri aldrei nokkurn tíma hafa reynt að biðjast afsökunar eða athuga hvernig hún hefði það. Einu samskiptin hafi verið þegar hann reyndi að setja sig í samband við hana á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir nokkrum mánuðum síðan. Gerði hann það með því að „followa“ hana á forritinu. Þá voru sjö ár liðin frá atvikinu.

Jófríður segir við Fréttablaðið að það sé mikilvægt að Þórir vinni markvisst í sjálfum sér og að hann ætti tvímælalaust að leita sér faglegrar aðstoðar.

„Það eru til úrræði fyrir það. Ræða við einhverja sérfræðinga í kynferðisbrotamálum. Það er svoleiðis vinna sem ég vil sjá hann fara í.“

„Þetta er ekkert annað en barnagirnd. Við erum börn þegar við erum 16 ára, 17 ára og 15 ára. Þetta er ekki eðlileg hegðun,“ segir Jófríður.

- Auglýsing -

Hún segir að fjöldi stúlkna sem hafi lent í honum verði ekki taldar á fingrum annarrar handar.

Þáttur Kveiks vonbrigði

Eins og flestir þekkja núorðið var í þætti Kveiks rætt við Þóri um það þegar honum var sagt upp störfum hjá Þjóðleikhúsinu árið 2017. Uppsögn hans kom í kjölfar þess að upp komst að hann hefði sent ólögráða stúlkum myndir af kynfærum sínum.

Uppsögnin var þó aldrei sögð vera vegna þessa, heldur var hún sögð rekstrarlegs eðlis.

- Auglýsing -

Þórir lýsti því í þættinum hvernig hann hefði meira eða minna verið atvinnulaus allar götur síðan. Hann fái ekki verkefni sem leikari en haldi ekki öðrum vinnum heldur. Segir hann ástæðuna vera að mannorð hans sé í rúst og enginn vilji bendla sig við hann ennþá, fjórum árum síðar. Sé hann gúgglaður komi hann út eins og skrímsli.

Þórir hélt því fram í þættinum að hann hefði ekki vitað að stúlkurnar sem hann sendi nektarmyndina til hafi verið undir lögaldri. Þær hafi raunar sagst vera átján ára og gabbað hann til að senda af sér kynferðislega mynd. Þegar það tókst hafi þær sagst hafa „náð honum“. Þórir gekkst í viðtalinu við því að hafa verið með ungum konum, en ekki stúlkum undir lögaldri.

Í Kveiksþættinum var því velt upp hvort og hvenær einstaklingar ættu afturkvæmt í samfélagið eftir að hafa orðið uppvísir að hegðun á borð við kynferðisbrot.

Í Fréttablaðinu segist Jófríður hafa orðið fyrir afar miklum vonbrigðum með Kveiksþáttinn. Hún segir að þarna hefði átt að vinna meiri rannsóknarvinnu og að það hefði ekki þurft að leita langt til þess að finna þolendur.

Hún segir sömuleiðis að Kveikur hefði mátt ræða við sérfræðinga í kynferðisbrotamálum.

„Einstaklinga sem vinna með þolendum og gerendum.“

„Ég myndi vilja skriflega yfirlýsingu frá Kveik og RÚV þar sem beðist er afsökunar og svarað er fyrir þetta drottningarviðtal,“ segir Jófríður einnig.

Í samtali við Stundina segir Jófríður eftirfarandi:

„Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman.

Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst. Mér leið mjög illa en kunni ekki að orða það sem ég veit í dag að var valdamismunun. Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -