- Auglýsing -
Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, er á því að óumflýjanlegt sé að herða sóttvarnaaðgerðir vegna stöðunnar vegna Covid 19 hér á landi.
Svandís vill ekki tjá sig ekki um hvað komi fram í minnisblaðinu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi henni í dag, en segir þó að hann leggi til hertar aðgerðir.
Í fyrramálið kemur ríkisstjórnin saman til fundar þar sem Svandís fer yfir tillögur Þórólfs.
Í gær greindust 144 með veiruna; þriðji mesti fjöldi á einum degi frá upphafi faraldursins og þá hafa aldrei fleiri greinst utan sóttkvíar.
Eins og fram kom hjá Mannlífi er mjög stórt hópsmit komið upp á Akranesi; 50 manns greindust í gær og 75 eru í einangrun.
„COVID er komið á blússandi siglingu, risið á kúrfunni er óþægilega bratt þannig að við verðum að bregðast hratt við,“ segir Svandís.