Tónlistarsnillingurinn og lífskúnstnerinn Bubbi Morthens glímir við veikindi.
Hann skrifar stutta færslu á Twitter þar sem hann lítur lífið afar jákvæðum augum og hann er þakklátur fyrir lífið.
Bubbi hefur dansað við djöflana og slegist við tröllin og alltaf haft betur að lokum. Hann verður fljótur að jafna sig.
En gefum Bubba orðið:
„Að vera veikur er alltaf einsskonar hreinsun andleg og líkamleg maður getur alltaf valið sjóna hornið hvar maður vill vera í neikvæða horninu eða jákvæða lífið er alltaf æðislegt, líka þegar maður er veikur.“