Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

BÚÐARFERÐIN

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir að hafa daðrað við þunglyndið og þrifið klósettið þennan þunga sunnudag í febrúar tók Sigurgeir Páll þá ákvörðun að bregða sér í búðarferð; hætta sér út í óveðrið sem geisaði, þótt degi væri tekið að halla.

 

Hann skrifaði á miða það helsta sem vantaði: nýmjólk, sælgæti og appelsínusafa.

 

Hélt svo af stað fótgangandi, enda dekkin á jeppanum hans slitin.

 

- Auglýsing -

Skórnir hans Sigurgeirs Páls, en nafn þetta völdu foreldrar hans út í loftið, voru einnig slitnir, en þó ekki eins mikið og dekkin á jeppanum.

 

Litlu mátti muna að hann rynni beint á rassinn þegar hann var búinn að ganga nokkur skref frá gamla húsinu sem hann bjó í, enda hættulegt að ganga í slitnum skóm þegar úti er sterkur vindur, snjór og hálka.

- Auglýsing -

 

Þessi búðarferð hressti hins vegar Sigurgeir Pál andlega, vonda veðrið hafði góð áhrif á hann. Og þegar við bættist að ungi, granni, ljóshærði og frekar andlitsfríði afgreiðslumaðurinn á kassanum í versluninni var kurteis, og að hann skyldi sjá gamla bekkjarsystur, án þess þó að tala við hana, sem hann var eitt sinn hrifinn af, var það niðurstaða Sigurgeirs Páls að þessi búðarferð hefði gert honum gott.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -