- Auglýsing -
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður situr ekki á skoðunum sínum og birtir athyglisverðan pistil á Facebook-síðu sinni sem ber yfirskriftina: „Hið rétta andlit.“
„Sagan af Láka hefur alltaf verið mér kær. Hún kennir okkur að enginn er svo vondur eða illa innrættur að ekki megi bæta hann með góðu og gagnlegu samtali eða leiðbeiningum. Stundum getur þó þurft einhvers konar refsingu sem lið í betrun,“ skrifar Sigurður og er rétt að byrja:
„Eins og áður hefur komið fram hjá mér á síðu þessari hef ég ekki sérstakt dálæti á þeim konum sem hæst hafa hafa í nafni Öfga, Bleika fílsins og Aktivisma gegn nauðgunarmenningu.
Gerendur og þolendur í háttsemi sem kölluð er nauðgunarmenning geta allir verið.
Það er hins vegar svo að ein helsta baráttukona gegn nauðgunarmenningu, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, sýnir sitt rétta andlit þegar kona ber sig upp við hana og kvartar undan kynbundnuáreiti af hálfu yfirmanns sem er kona.
Gefum Tönju orðið;
„Ja. Leiðinlegt að heyra. Já líka konur það er ömurlegt og sorglegt ….. en þetta heitir kynbundið ofbeldi en ég er að berjast meira með kvenkyns þolendum eins og er gegn feðraveldinu og karlkyns gerendum. Síðan get ég snúið mér að öðru seinna.”
Sigurður bætir við að „Tanja er samkvæmt skilgeiningu Öfga, Bleika fílsins og annar samtaka gerendameðvirk.
Betri heimur verður ekki búinn til ef konur mega um ókomin ár vera þolendur ofbeldis af hálfu kynsystra sinna.
Bið Tönju svo afsökunar á að rita ,,Ísafjörð” í nafn hennar í pistli mínum í gær.“