Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Er Aron orðinn launahæsti leikmaður efstu deildar?: Sagður með tæpar tvær millur á mánuði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sóknarmaðurinn öflugi Aron Jóhannsson er genginn til liðs við Val, en formlega var gengið frá samningi við Aron í gær. Hinn 31 árs gamli Aron hefur leikið erlendis síðan árið 2010. Hann hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Hollandi, Svíþjóð og nú síðast í Póllandi.

Aron fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp á Íslandi og á íslenska foreldra; hann kaus að leika fyrir bandaríska landsliðið og á hann 19 landsleiki að baki fyrir Bandaríkin; spilaði fyrir hönd þjóðarinnar á HM 2014 í Brasilíu.

Breiðablik hafði áhuga á að fá Aron í sínar raðir, en eftir smá umhugsun varð Valur fyrir valinu hjá Aroni.

Eins og staðan er núna hjá Val er launahæsti leikmaður liðsins á leiðinni frá félaginu, markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, þótt hann eigi enn eitt ár af samningi sínum við Val, en Heimir Guðjónsson þjálfari Vals vill ekkert með Hannes Þór hafa af ástæðum sem fáir vita, ef nokkrir aðrir en þeir Heimir og Hannes Þór.
Fari Hannes Þór, eins og allt bendir til, þá mun Aron verða launahæsti leikmaður Valsmanna, en samkvæmt heimildum Mannlífs fór Aron fram á rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -